18 júl. 2023U18 ára landslið drengja ferðast í dag 18. júlí til Matoshinos í Portúgal þar sem þeir munu taka þátt í B-deild Evrópumóts FIBA. Keppni hefst 21. júlí en Ísland leikur í riðli með Norður-Makedóníu, Austurríki, Bretlandi og Noregi. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-22.
Liðið hefur leik gegn Bretlandi á föstudaginn kl. 19:30 að íslenskum tíma.
Keppnin stendur yfir frá 21.-30. júlí.
Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U18 EM mótsins:
www.fiba.basketball/europe/u18b/2023
Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum:
Arnór Tristan Helgason · Grindavík
Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn
Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir
Friðrik Leó Curtis · ÍR
Hallgrímur Árni Þrastarson · KR
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Lars Erik Bragason · KR
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan
Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Þjálfari: Lárus Jónsson
Aðstoðarþjálfarar: Nebojsa Knezevic og Davíð Arnar Ágústsson