2 júl. 2023
Íslensku liðin geta gengið stolt frá borði eftir NM U18 og U20 liða í Svíþjóð. U20 karla og U18 drengir léku til úrslita og gátu náð gullinu en töpuðu bæði sínum leikjum í dag og uppskáru silfur og brons. U20 kvenna lék um bronsið og vann sinn leik örugglega.
Liðin okkar eru öll á leið á Evrópumót FIBA og NM frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu mótum. U18 drengja og stúlkna halda á EM síðar í júlí en U20 karla fer á mánudaginn yfir til Krítar þar sem þeirra mót hefst 8. júlí.
Samantekt úrslita frá NM 2023 í Svíþjóð:
U18 stúlkna: 4. sæti
Stelpurnar í U18 stúlkna léku 17.-23. júní á NM í Svíþjóð. Þær lentu í 4. sæti mótsins eftir framlengdan leik um bronsið og leika núna á EM í Búlgaríu þar sem þær hafa unnið fyrstu tvo leiki sína gegn Danmörku og Hollandi.
ISL 90:62 NOR
ISL 68:58 DEN
ISL 51:71 FIN
ISL 76:52 SWE
ISL 61:63 EST (framlengt)
Eftirtalin lið léku saman 27. júní - 2. júlí:
U18 drengja: 3. sæti
Strákarnir okkar unnu tvo fyrstu þrjá leiki sína gegn Noregi, Danmörku og Eistlandi. Töpuðu gegn Finnum og Svíum. Með sigri hefðu þeir staðið uppi sem sigurvegarar mótsins. Danir lentu í fyrsta sæti og Svíar í öðru.
ÍSL 96:60 NOR
ÍSL 85:70 EST
ÍSL 79:70 DEN
ÍSL 73:78 FIN
ÍSL 66:73 SWE
U20 kvenna: 3. sæti
Stelpurnar okkar léku vel og unnu Noreg, Danmörku en töpuðu fyrir Svíþjóð og Finnlandi. Í leiknum um þriðja sætið léku þær við Danmörku aftur og unnu sanfærandi sigur. Eistland tók ekki þátt í U20 kvenna.
ÍSL 84:74 NOR (framlengt)
ÍSL 66:58 DEN
ÍSL 67:74 SWE
ÍSL 59:80 FIN
ÍSL 73:52 DEN (leikur um 3. sætið)
U20 karla: 2. sæti
Strákarnir í U20 unnu sinn riðil, og léku því næst til undanúrslita gegn Eistlandi og svo til úrslita gegn hinu taplausa liði mótsins, liði Danmerkur. Strákarnir halda næst beint á EM þar sem þeir leika í A-deild Evrópumótsins ásamt 15 bestu liðum Evrópu.
ÍSL 90:70 SWE
ÍSL 104:86 NOR
ÍSL 85:78 EST (undanúrslit)
ÍSL 92:67 DEN (leikur um 1. sætið)