21 jún. 2023Í gær lauk umspili um laus sæti í 8-liða úrslitunum á EM kvenna, EuroBasket 2023 sem fram fer í Slóveníu og Ísrael.
Efstu lið riðlakeppninnar fóru beint í úrslit en næstu fjörug lið þurftu að spila í kross við hin liðin sem komu þar á eftir um síðustu fjögur sætin í úrslitunum.
Það voru Spánn, Ungverjaland og Belgía sem trygðu sig beint inn ásamt Frakklandi með sigri í sínum riðlum. Þess má geta að Spánn og Ungverjaland léku með Íslandi í undankeppninni sem sýnir hversu sterkur okkar riðill var.
Ríkjandi meistarar Serbíu lögðu Bretland í sínum leik og Þýskaland vann Slóvakíu í hinum leik dagsins. Áður léku Tékkar við Grikkland þar sem Tékkland komst áfram og Svartfjallaland lagði Ítalíu.
Liðin sem mætast í 8-liða úrslitunum á morgun eru því þessi:
Ungverjaland - Tékkland
Spánn - Þýskaland
Frakkland - Svartfjallaland
Belgía - Serbía
Sjá allt um mótið á heimasíðu keppninnar:
https://www.fiba.basketball/womenseurobasket/2023