20 jún. 2023Þriðji leikur stúlknana í U18 á NM fór fram í dag og urðu lokatölur 51:71 fyrir Finnum. Leikurinn var jafn fram í fjórða leikhluta þegar þær finnsku sigu fram úr og sóttu sigur.
Sara Líf Boama var með 9 stig og 16 fráköst, Anna María Magnúsdóttir einnig með 9 stig og Anna Margrét Hermannsdóttir var með 8 stig fyrir Ísland.
Tölfræði leiksins má skoða hérna:
https://hosted.dcd.shared.geniussports.com/SBF/en/competition/36287/match/2281763/summary?
Næsti leikur er á morgun en þá mætum við Svíþjóð kl. 16:15 að íslenskum tíma.
#korfubolti #nm23