17 jún. 2023

Íslenska U18 ára stúlkna landsliðið er á ferðalagi til Stokkhólms í dag þar sem þær munu leika á NM 2023 næstu daga til 23. júní. Mótið er haldið í Södertalje og hefst á morgun 18. júní. Ísland leikur fimm leiki á mótinu, gegn Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Eistlandi á mótinu.

Leikjaplan liðsins er hér fyrir neðan en hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði frá mótinu sem og kaupa streymisaðgang einnig fyrir áhugasama.

Heimasíða mótsins (Dagskrá, lifandi tölfræði og aðrar upplýsingar)
nordicchampionship.cups.nu

Streymi
Allir leikir aðgengilegir á baskettv.se gegn gjaldi
209 SEK allt mótið eða stakir leikir á 69 SEK.


U18 stúlkna · Íslenska liðið er þannig skipað:
Agnes Jónudóttir · Haukar
Anna Fríða Ingvarsdóttir · KR
Anna Margrét Hermannsdóttir · KR
Anna María Magnúsdóttir · KR
Bergdís Anna Magnúsdóttir · Fjölnir
Dzana Crnac · Njarðvík
Emma Hrönn Hákonardóttir · Þór Þorlákshöfn
Fjóla Gerður Gunnarsdóttir · KR
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir
Helga María Janusdóttir · Hamar
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir · Þór Þorlákshöfn
Sara Líf Boama · Valur

Benedikt Guðmundsson · Þjálfari
Baldur Már Stefánsson · Aðstoðarþjálfari
Lovísa Björt Henningsdóttir · Aðstoðarþjálfari
Anna Sóley Jensdóttir - Sjúkraþjálfari · Atlas Endurhæfingu

Einar Valur Gunnarsson dæmir fyrir Ísland á mótinu og Jón Bender er dómaraeftirlitsmaður fyrir KKÍ.

Heiður Hallgrímsdóttir, Haukum, og Ingunn Erla Bjarnadóttir, Ármanni, eru einnig í lokahóp liðsins.