23 maí 2023

Um nýliðna helgi fór fram þjálfaranámskeið KKÍ 1A. Alls kláruðu 14 þjálfarar námskeiðið og flestir þeirra eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Námskeiðið gekk vel og var gerður góður rómur að námskeiðinu og þátttakendur voru sammála um að námsefnið muni nýtast þeim vel í þjálfun og að áhugi á þjálfun hafi aukist með þátttöku á námskeiðinu.

Framundan er svo KKÍ 2 námskeið í næstu viku, en það er enn hægt að skrá sig á það námskeið. Við hvetjum áhugasama til að ganga frá skráningu sem allra fyrst.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun KKÍ er hægt að nálgast hér á heimasíðunni undir Fræðslumál og með því að senda póst á snorri@kki.is.