22 maí 2023

Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum, og Kári Jónsson, Val, voru valin bestu leikmenn Subway deilda á verðlaunahófi KKÍ í Laugardal síðasta föstudag. Þau urðu hlutskörpust í vali formanna, þjálfara og fyrirliða að lokinni deildarkeppni.

Í 1. deild karla var það Dúi Þór Jónsson, Álftanesi, sem valinn var bestur og í 1. deild kvenna var það Dilja Ögn Lárusdóttir, Stjörnunni, sem var hlutskörpust.

Davíð Tómas Tómasson var valinn dómari ársins af þjálfurum og fyrirliðum liða í Subway deildunum, en þetta er í fyrsta skipti sem Davíð Tómas hlýtur þessa viðurkenningu.

Hér að neðan má sjá öll þau er hlutu viðurkenningu að þessu sinni.


SUBWAY DEILD KVENNA

Úrvalslið
Anna Ingunn Svansdóttir, Keflavík
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Haukar
Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukar
Hildur Björg Kjartansdóttir, Valur
Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík

Prúðasti leikmaðurinn | Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Valur
Ungi leikmaður ársins | Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Haukar
Þjálfari ársins | Ólafur Jónas Sigurðsson, Valur
Varnarmaður ársins | Erna Hákonardóttir, Njarðvík
Erlendur leikmaður ársins | Daniela Wallen Morillo, Keflavík
Leikmaður ársins | Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukar


SUBWAY DEILD KARLA
Úrvalslið
Kári Jónsson, Valur
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þ.
Kristófer Acox, Valur

Prúðasti leikmaðurinn | Callum Lawson, Valur
Ungi leikmaður ársins | Tómas Valur Þrastarson, Þór Þ.
Þjálfari ársins | Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík
Varnarmaður ársins | Hjálmar Stefánsson, Valur
Erlendur leikmaður ársins | Vincent Malik Shahid, Þór Þ.
Leikmaður ársins | Kári Jónsson, Valur


1. DEILD KVENNA
Úrvalslið
Diljá Ögn Lárusdóttir, Stjarnan
Rebekka Rán Karlsdóttir, Snæfell
Emma Hrönn Hákonardóttir, Hamar/Þór
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, KR
Ása Lind Wolfram, Aþena

Ungi leikmaður ársins | Kolbrún María Ármannsdóttir, Stjarnan
Þjálfari ársins | Auður Íris Ólafsdóttir, Stjarnan
Varnarmaður ársins | Ísold Sævarsdóttir, Stjarnan
Erlendur leikmaður ársins | Chea Rael Whitsitt Mountainspring, Snæfell
Leikmaður ársins | Diljá Ögn Lárusdóttir, Stjarnan


1. DEILD KARLA
Úrvalslið
Dúi Þór Jónsson, Álftanes
Björn Ásgeir Ásgeirsson, Hamar
Björgvin Hafþór Ríkharðsson, Skallagrímur
Eysteinn Bjarni Ævarsson, Álftanes
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamar

Ungi leikmaður ársins | Ísak Júlíus Perdue, Selfoss
Þjálfari ársins | Kjartan Atli Kjartansson, Álftanes
Varnarmaður ársins | Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamar
Erlendur leikmaður ársins | Keith Jordan Jr., Skallagrímur
Leikmaður ársins | Dúi Þór Jónsson, Álftanes