17 maí 2023

Stjarnan varð Íslandsmeistari 9. flokks stúlkna á sunnudag með sigri á Njarðvík í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Stjarnan leiddi allan leikinn og héldu út þrátt fyrir góð áhlaup frá Njarðvík. Þjálfari stúlknanna er Adama Darboe.

Bo Guttormsdóttir Frost var valin maður leiksins, en hún skilaði 31 stigi, 18 fráköstum og 2 stolnum boltum.

Til hamingju Stjarnan!