17 maí 2023

Stjarnan varð Íslandsmeistari 9. flokks drengja á sunnudag með sigri á Keflavík í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Keflavík byrjaði leikinn betur, en Stjarnan náði forystunni í lok fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi eftir það. Þjálfari drengjanna er Leifur Steinn Árnason.

Jakob Kári Leifsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 41 stigi, 16 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Til hamingju Stjarnan!