17 maí 2023

KR varð Íslandsmeistari 11. flokks stúlkna á þriðjudag með sigri á Stjörnunni í úrslitaleik á Meistaravöllum. 
KR leiddi mest allan leikinn og virtust vera með öruggan sigur í höndunum, en gott áhlaup Stjörnunnar í fjórða leikhluta minnkaði muninn, lokatölur 80-75. Þjálfari liðsins er Hörður Unnsteinsson.

Rebekka Rut Steingrímsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 25 stigum og 8 fráköstum.

Til hamingju KR!