17 maí 2023

ÍR varð meistari 2. deildar 10. flokks drengja á sunnudag með sigri á Breiðablik b í úrslitaleik á Meistaravöllum. ÍR leiddi allan fyrri hálfleikinn, en góður þriðji leikhluti kom Breiðablik b í bílstjórasætið. ÍR-ingar voru svo sterkari á endasprettinum og höfðu 71-64 sigur. Þjálfari liðsins er Sæþór Kristjánsson.

Oliver Aron Andrason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 16 stigum, 14 fráköstum, 7 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Til hamingju ÍR!