17 maí 2023

Breiðablik varð meistari 2. deildar 10. flokks stúlkna á sunnudag með sigri á Val í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Eftir jafnan leik framan af náði Breiðablik forystunni um miðbik þriðja leikhluta og unnu að lokum 16 stiga sigur, 79-63. Þjálfari stúlknanna er Ívar Ásgrímsson.

Embla Hrönn Halldórsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 25 stigum, 13 fráköstum, 8 stolnum boltum og 4 stoðsendingum.

Til hamingju Breiðablik!