17 maí 2023

Ármann varð meistari 2. deildar 11. flokks drengja á sunnudag með sigri á Stjörnunni c í úrslitaleik á Meistaravöllum. Ármann leiddi allan leikinn og sigruðu mjög örugglega, 98-58. Þjálfari drengjanna er Steinar Kaldal.

Sævar Loc Ba Huynh var valinn maður leiksins, en hann skilaði 16 stigum, 15 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Til hamingju Ármann!