28 apr. 2023
Fyrstu leikir undanúrslita yngri flokka hefjast í kvöld, en þá verður leikið í Ljónagryfjunni. Um helgina verða leiknir alls 42 undanúrslitaleikir í 9. flokki og upp í ungmennaflokk á Ásvöllum, HS Orkuhöllinni, Ljónagryfjunni og Meistaravöllum. Hægt er að sjá dagskrá allra leikvalla á mótahluta heimasíðu KKÍ. Úrslit 9., 10., 11. og ungmennaflokks og 2. deild 12. flokks karla fara svo fram dagana 12.-16. maí, en þá verður leikið í Blue höllinni og Meistaravöllum. Í 1. deildum 12. flokks karla og kvenna verður leikin úrslitasería þar sem vinna þarf tvo leiki til að standa uppi sem Íslandsmeistari, en þær seríur verða settar á dagskrá þegar ljóst er hvaða lið mætast í úrslitum.