27 apr. 2023Í dag hefst söfnunarátak KKÍ sem er sett af stað til að greiða niður kostnað leikmanna yngri landsliða og fjöskyldna þeirra fyri verkefni komandi sumars. Verkfnið kallast „Þinn styrkur - þeirra styrkur” .  

Eins og undanfarin ár heldur KKÍ úti 10 yngri landsliðum sem taka þátt í verkefnum erlendis, U15 drengja og stúllkna (æfingarmót), U16 drengja og stúlkna, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna sem öll taka þátt í NM og EM. Heildarkostnaður við yngri landsliðsstarfið á þessu ári er um 80 milljónir og af því þurfa leikmenn og fjölskyldur þeirra að greiða 45-50 milljónir í ferða- og fæðiskostnað, KKÍ þarf að fjárfmagna 30-35 milljónir. Flestir leikmenn munu fara bæði á NM og EM og verður heildarkostnaður samtals rúmlega 600.000 kr. á þann einstakling og fjölskyldu. Því hefur KKÍ ákveðið að fara í átak sem snýr því að fá fyrirtæki og einstaklinga til að styðja við bakið á okkar unglingalandsliðum.

Fjárhagslegur stuðningur frá ríkisvaldinu til landsliðsstarfs sérsambandanna þarf að verða enn meiri og kallar KKÍ enn einu sinni eftir því að ríkistjórn Íslands stór auki framlag sitt til landsliðsstarfs íþróttahreyfingarinnar. Undir lok síðasta árs KKÍ var sett niður um afreksflokk hjá stjórn og afrekssjóði ÍSÍ sem gerir það að verkum að sambandið fær enn minna úr afrekssjóði ÍSÍ (sem fjármagnaður er að stærstum hluta frá ríkisvaldinu). Töluverð vinna er í gangi vegna þessa á vegum ríksvaldins, ÍSÍ og sérsambandanna en því miður þá er útlit fyrir að engin breyting verði á þessu ári. 

Því hefur KKÍ ákveðið að fara í átak sem snýr því að fá fyrirtæki til að styðja við bakið á yngri landsliðsleikmönnum okkar í sumar. Þannig fer það fjármagn sem safnast í þessu átaki beint til að niðurgreiða kostnað leikmanna og fjölskyldna þeirra. Átakið er kallað „Þinn styrkur – þeirra styrkur“  því það fjármagn sem safnast nýtist beint til unga fólksins sem leikur með landsliðum KKÍ með því að niðurgreiða þann kostnað sem þau þurfa sjálf að greiða. 

KKÍ mun koma fyrirtækjunum sem styðja við bakið á okkar yngri landsliðsfóki í þessu átaki á framfæri með almennum auglýsingum, samfélagsmiðlum og svo í kringum ferðirnar hjá öllum landsliðnum okkar í sumar.

Hér á þessari slóð www.kki.is/styrkur er hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið en sem einstaklingum gefst jafnframt kostur á að styðja við okkar yngri landslið.  
Það er einlæg von okkar hjá KKÍ að sem flest flest fyrirtæki landsins taki vel í þetta átak okkar sem og einstaklingar og aðstoði þannig okkar góða og efnilega landsliðsfólk svo þau þurfi ekki að greiða háar upphæðir til að spila fyrir land og þjóð.    

#korfubolti