30 mar. 2023

Stjórn KKÍ fól mótanefnd að ákvarða hvernig færslur yrðu á milli deilda eftir reglugerðarbreytingar á 55. Körfuknattleiksþingi. Þessar reglugerðarbreytingar hafa áhrif á fjölda liða í úrvalsdeild kvenna og 1. deild karla. Eftirfarandi var ákveðið.

Úrvalsdeild kvenna

  • Sigurvegari úrslitakeppni 1. deildar kvenna færist upp um deild.
  • 8. sæti úrvalsdeildar kvenna heldur sæti sínu í deildinni.
  • Það lið sem tapar í úrslitum 1. deildar kvenna færist upp um deild.

1. deild karla

  • Sigurvegari úrslitakeppni 2. deildar karla færist upp um deild.
  • 10. sæti 1. deildar karla heldur sæti sínu í deildinni.
  • Það lið sem tapar í úrslitum 2. deildar karla færist upp um deild.