21 mar. 2023

Framhaldsskólamótið verður leikið í fyrsta sinn í 22 ár um komandi helgi, en öflugir aðilar innan Bandalags Íslenskra Heilsueflandi Framhaldsskóla (BÍSHEF) höfðu frumkvæði að því að koma mótinu á. KKÍ hefur stutt við BÍSHEF í þessu og úr varð að framhaldsskólamótið verður haldið í Fjölnishöll dagana 24.-26. mars nk. 

Alls 16 skólar eru skráðir til leiks, en hægt er að sjá leikjadagskrá hérna.
FG – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
ML – Menntaskólinn að Laugarvatni
FVA – Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi
MH – Menntaskólinn í Hamrahlíð
MR – Menntaskólinn í Reykjavík
Verzlunarskóli Íslands
FÁ – Fjölbrautaskólinn í Ármúla
FSu – Fjölbrautaskóli Suðurlands
Borgó – Borgarholtsskóli (BHS)
Flensborg – Flensborgarskólinn
FMOs – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
MS – Menntaskólinn við Sund
FS – Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Kvenna – Kvennaskólinn í Reykjavík
MK – Menntaskólinn í Kópavogi
Tækniskólinn

Vonir standa til að mótið verði aftur að árvissum viðburði.