17 mar. 2023Landsliðsþjálfarar KKÍ hafa valið og boðað sína leikmenn í landslið U15, U16 og U18 ára drengja og stúlkna fyrir sumarið sem framundan er.

Þjálfararnir hafa valið þá leikmenn sem skipa 16 til 18 manna landsliðin en það er lokahópurinn sem tekur þátt í æfingum og verkefnum sumarsins. 

Í U16, U18 og U20 verða 12 leikmenn valdir til að leika á NM og EM í sumar úr þessum hópi en í U15 liðunum eru það allir þeir 20 leikmenn drengja og stúlkna sem eru valdir nú sem munu leika í tveim 10 manna liðum í sínu verkefni. 

Allir leikmenn sem ekki skipa loka 12 leikmannahópana eru áfram í sínum hópum sem varamenn og taka þátt í æfingum sumarsins, og eru tilbúnir til að stíga inn ef upp koma meiðsli eða annað sem kallar á breytingar á liðsskipan liðanna.

U16 og U18 taka þátt í NM og EM í sumar en U15 fer í æfinga- og vináttulandsleikja verkefni í Finnlandi í ágúst líkt og var á síðasta ári. NM U18 ára fer fram í Södertalje í Svíþjóð en NM U16 og U15 landsliðsverkefnið fer fram í Kisakallio í Finnlandi.

U20 liðin eru í vinnslu og verða endanlega valin síðar, en verið er að klára að velja þar fyrstu hópa leikmanna sem boðaðir verða til fyrstu æfinga í vor. U20 liðin leika í ár bæði á NM í Svíþjóð sem og á EM mótum FIBA.

Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðin 2023:

U15 stúlkna
Adda Sigríður Ásmundsdóttir · Snæfell
Alma Rós Magnúsdóttir · Keflavík
Ásdís Lilja F. Guðjónsdóttir · Keflavík
Berta María Þorkelsdóttir · Valur
Bo Guttormsdóttir-Frost · Stjarnan
Dagný Logadóttir · Haukar
Emma Karólína Snæbjarnardóttir · Þór Akureyri
Hólmfríður Eyja Jónsdóttir · Njarðvík
Hulda María Agnarsdóttir · Njarðvík
Ingibjörg Sigrún Svaladóttir · Valur
Kristín Björk Guðjónsdóttir · Njarðvík
Kristrún Edda Kjartansdóttir · KR
Ninja Logadottir · Stjarnan
Rakel Rós Unnarsdóttir · Grindavík
Rebekka Rut Steingrímsdóttir · KR
Sara Björk Logadóttir · Njarðvík
Sara Líf Sigurðardóttir · Skallagrímur
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir · Keflavík
Tinna Diljá Jónasdóttir · Stjarnan
Þórey Tea Þorleifsdóttir · Grindavík

Þjálfari: Andrea Björt Ólafsdóttir
Aðstoðarþjálfarar: Lidia Mirchandani Villar og Ásta Júlía Grímsdóttir

U15 drengja
Ásgeir Örn Birgisson · Haukar
Bjarni Jóhann Halldórsson · ÍR
Björgvin Þór Ívarsson · Skallagrímur
Bóas Orri Unnarsson · Keflavík
Dagfinnur Leifsson · KR
Dagur Snorri Þórsson · Stjarnan
Daníel Davíðsson · Þór Akureyri
Hilmar Óli Jóhannsson · Sindri
Jakob Kári Leifsson · Stjarnan
Jökull Ólafsson · Keflavík
Jón Árni Gylfason · Skallagrímur
Lárus Björn Björnsson · Fjölnir
Lárus Grétar Ólafsson · KR
Logi Smárason · Laugdælir
Marinó Gregers Oddgeirsson · Stjarnan
Patrik Joe Birmingham · Njarðvík
Pétur Harðarson · Stjarnan
Róbert Nói Óskarsson · Skóli, USA
Sturla Böðvarsson · Snæfell
Viktor Máni Ólafsson · Stjarnan

Þjálfari: Emil Barja
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Sverrisson og 3. þjálfari

U16 stúlkna
Arndís Rut Matthíasdóttir · KR
Ásdís Elva Jónsdóttir · Keflavík 
Bára Björk Óladóttir · Stjarnan
Brynja Líf Júlíusdóttir · Höttur
Elísabet Ólafsdóttir · Stjarnan
Eva Kristín Karlsdóttir · Keflavík
Fanney María Freysdóttir · Stjarnan
Hanna Gróa Halldórsdóttir · Keflavík
Heiðrún Björg Hlynsdóttir · Stjarnan
Hjörtfríður Óðinsdóttir · Grindavík
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan
Jóhanna Ýr Ágústsdóttir · Þór Þorlákshöfn
Kolbrún María Ármannsdóttir · Stjarnan
Lilja Skarpaas Þórólfsdóttir · Ármann
Sigrún María Birgisdóttir · Fjölnir
Stella María Reynisdóttir · Keflavík

Þjálfari: Danielle Rodriguez
Aðstoðarþjálfarar: Daði Steinn Arnarson og 3. þjálfari

U16 drengja
Atli Hrafn Hjartarson · Stjarnan
Axel Arnarsson · Tindastóll
Benedikt Björgvinsson · Stjarnan
Bjarki Steinar Gunnþórsson · Stjarnan
Björn Skúli Birnisson · Stjarnan
Eiríkur Frímann Jónsson · Skallagrímur
Frosti Valgarðsson · Haukar
Guðlaugur Heiðar Davíðsson · Stjarnan
Haukur Steinn Pétursson · Stjarnan
Heimir Gamalíel Helgason · Njarðvík
Jökull Otti Þorsteinsson · Breiðablik
Kristófer Breki Björgvinsson · Haukar
Logi Guðmundsson · Breiðablik
Magnús Sigurðsson · Ármann
Orri Guðmundsson · Breiðablik
Sævar Alexander Pálmason · Skallagrímur
Sævar Loc Ba Huynh · Ármann

Þjálfari: Snorri Örn Arnaldsson
Aðstoðarþjálfarar: Friðrik Hrafn Jóhannsson og Sigurður Friðrik Gunnarsson

U18 stúlkna
Agnes Jónudóttir · Haukar
Anna Fríða Ingvarsdóttir · KR
Anna Margrét Hermannsdóttir · KR
Anna María Magnúsdóttir · KR
Bergdís Anna Magnúsdóttir · Fjölnir
Dzana Crnac · Njarðvík
Emma Hrönn Hákonardóttir · Þór Þorlákshöfn
Fjóla Gerður Gunnarsdóttir · KR
Heiður Hallgrímsdóttir · Haukar
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir
Helga María Janusdóttir · Hamar
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir · Þór Þorlákshöfn
Ingunn Erla Bjarnadóttir · Ármann
Jana Falsdóttir · Haukar
Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar
Rannveig Guðmundsdóttir · Njarðvík
Sara Líf Boama · Valur

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Már Stefánsson og Lovísa Björt Henningsdóttir

U18 drengja
Arnór Tristan Helgason · Grindavík
Ásmundur Múli Ármannsson · Stjarnan
Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn
Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir
Friðrik Leó Curtis · ÍR
Frosti Sigurðsson · Keflavík
Hallgrímur Árni Þrastarson · KR
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Karl Kristján Sigurðarson · Valur
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Lars Erik Bragason · KR
Lúkas Aron Stefánsson · ÍR
Orri Már Svavarsson · Tindastóll
Stefán Orri Davíðsson · ÍR
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan
Þórður Freyr Jónsson · ÍA

Þjálfari: Lárus Jónsson
Aðstoðarþjálfarar: Nebojsa Knezevic og Davíð Arnar Ágústsson