26 feb. 2023
Í dag leikur íslenska karlalandsliðið einn sinn mikilvægasta leik í sögunni um lokasæti á HM 2023 gegn Georgíu í Tbilisi.
Aldrei áður hefur Ísland verið í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik. Eftir að hafa farið í gegnum fyrsta riðil keppninnar er liðið nú í þeirri stöðu í seinni riðlinum að með fjögurra stiga sigri (eða meira) fer liðið áfram á lokamótið í lok sumars. Aðeins 12 lið úr Evrópu fara á HM.
Ísland er nú þegar búið að tryggja sér sæti beint í næstu undankeppni EM, EuroBasket 2025 og sæti á undakeppni Evrópu fyrir Ólympíuleikana, í fyrsta sinn í sögunni.
Georgía vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöll með þrem stigum og dugir því sigur eða 1-3 stiga tap til að tryggja sér sæti á HM.
Strákarnir okkar munu leggja allt í sölurnar til að vinna sér inn sætið og hvetjum við íslendinga til að horfa á leikinn á RÚV kl. 16:00 að íslenskum tíma (20:00 í Georgíu).
Liðið er þannig skipað í kvöld:
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (63)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (73)
Hjálmar Stefánsson · Valur (19)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (130)
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (24)
Kári Jónsson · Valur (31)
Kristófer Acox · Valur (50)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (27)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (8)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (57)
Þórir G. Þorbjarnarson · Ovideo, Spáni (10)
Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (79)
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkrateymi og meðhöndlun: Valdimar Halldórsson, Atlas Endurhæfingu og Guðbrandur Sigurðsson.
Læknir: Axel Þórir Þórisson