16 feb. 2023

Stjórn KKÍ samþykkti áskorun til stjórnar ÍSÍ á síðasta stjórnarfundi sínum, mánudaginn 13. febrúar. Í áskoruninni segir meðal annars:

"Körfuknattleikssamband Íslands lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnar ÍSÍ frá 24. janúar s.l. að færa KKÍ úr afreksflokki A í B. Með ákvörðun sinni stefnir ÍSÍ öllu afreksstarfi sambandsins í hættu og sendir út skýr skilaboð um afstöðu stjórnar ÍSÍ til afreks- og landsliðsmála KKÍ. Þetta eru sorgleg skilaboð ekki síst í ljósi þess að árið 2022 var árangursríkasta ár landsliða KKÍ frá upphafi."

Áskorunina er hægt að lesa í heild sinni hérna, eða í fundargerð stjórnar KKÍ.