15 feb. 2023

Skráning er hafin á NETTÓMÓTIÐ 2023 í Reykjanesbæ í umsjón Njarðvíkur og Keflavíkur.

Allar upplýsingar er að finna á síðu mótsins nettomot.blog.is undir Tenglar/Gögn td. skjöl með upplýsingum um skráningu, mótsgjald, dagskrá o.fl.

Samhliða því hefur verið opnað fyrir rafrænar skráningar á mótið á sama stað.  Skráningarfrestur er til og með 23. febrúar næstkomandi og athugiðað einungis er hægt að skrá lið en ekki einstaklinga.

Á mótinu í ár verður leikið á 12 völlum í 4 íþróttahúsum líkt og 2022 sem eru færri vellir en þegar mest var en lengi vel höfðum við 15 velli til umráða.

Vegna þessa mun stærð mótsins takmarkast af því að hægt verður að taka á móti 112 liðum í árgöngum 2012, 2013 og 2014 og 74 liðum í árgöngum 2015 og 2016. Þetta gæti þýtt að setja þurfi einhver takmörk á fjölda liða í einhverjum tilfellum þó er vonast að til þess komi ekki.