14 feb. 2023
Í morgun var dregið í alla riðla hjá FIBA í höfuðstöðvunum í Munich fyrir öll yngri mót sumarsins. Ísland á lið í öllum keppnum U16, U18 og U20 liða drengja og stúlkna. Aðeins 16 bestu þjóðir Evrópu leika í A-deildum og hinar þjóðirnar sem taka þátt leika í B- og C-deildum. Langflest lið taka þátt í B-deildinni sem telur um 22-25 lið í hverjum flokki en í C-deild eru smærri þjóðir.
Ísland á eitt lið í A-deild en það eru 20 ára drengir sem leika þar í ár sem tryggðu sér sæti sl. sumar með glæsilegum árangri og 2. sæti í mótinu.
Hin íslensku liðin leika í B-deildum í sumar.
Eftirfarandi lið voru dregin saman með Íslandi í riðla í mótum sumarsins:
U16 stúlkna · B-deild (10.-19. ágúst)
Podgorica, Svartfjallaland
C-riðill:
Danmörk
Holland
Bretland
Bosnía
ÍSLAND
- - - - - - - -
U16 drengja · B-deild (4.-13. ágúst)
Pitesti, Rúmenía
A-riðill:
Georgía
Rúmenía
ÍSLAND
Bosnía
Austurríki
- - - - - - - -
U18 stúlkna · B-deild (30. júní - 9. júlí)
Sofia, Búlgaría
A-riðill:
Króatía
Holland
Danmörk
ÍSLAND
Norður-Makedónía
- - - - - - - -
U18 drengja · B-deild (21.-30. júlí)
Matoshinos, Portúgal
A-riðill:
Bretland
Norður-Makedónía
ÍSLAND
Austurríki
Noregur
- - - - - - - -
U20 kvenna · B-deild (28. júlí - 6. ágúst)
Craiova, Rúmenía
D-riðill:
Búlgaría
Slóvakía
ÍSLAND
Noregur
Austurríki
- - - - - - - -
U20 karla · A-deild (8.-16. júlí)
Heraklion, Grikklandi/Krít
D-riðill:
Frakklandi
Þýskaland
Slóvenía
ÍSLAND