9 feb. 2023Í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn fyrri leik í febrúar landsliðsglugganum þegar liðið mætir Ungverjalandi kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikið er í DVTK-höllinni í Miskolc og verður leikurinn í beinni á RÚV. 

Seinni leikurinn verður í Laugardalshöllinni gegn Spáni á sunnudaginn kemur 12. febrúar kl. 19:45. Miðasala er í fullum gangi á STUBB appinu og leikurinn verður einnig sýndur beint á RÚV2. Spænska liðið hefur tryggt sér sæti í riðlinum og þar með sæti á EuroBasket Women í sumar, en liðið er í efsta sæti styrkleikalista Evrópu um þessar mundir. Við hvetjum íslenska áhorfendur og stuðningsmenn að fjölmenna og styðja stelpurnar okkar á sunnudaginn í Höllinni í síðasta leik undankeppninnar 2023.

Íslenska liðið er þannig skipað í leikjunum tveim:

Nafn · Lið (Landsleikir)
Agnes María Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing
Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir
Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson

Heimasíða keppninnar:
www.fiba.basketball/womenseurobasket/2023/qualifiers

#korfubolti