6 feb. 2023Ein breyting hefur verið gerð á landsliði kvenna en landsleikjahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir frá Val, er meidd og getur ekki leikið að þessu sinni með liðinu.
Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans völdu Agnesi Maríu Svansdóttur frá Keflavík í hennar stað, en hún er nýliði og þetta er því hennar fyrsta A-landslið verkefni. Hún á að baki fjölmarga yngri landsliðsleiki fyrir Ísland.
Liðið er á ferðalagi í dag til Ungverjalands þar sem dvalið verður fram að fyrsta leik við æfingar.
Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2.
Íslenska liðið er því þannig skipað í leikjunum tveim framundan:
Nafn · Lið (Landsleikir)
Agnes María Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing
Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir
Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson
Þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni, Hallveig Jónsdóttir, Val, Hildur Björg Kjartansdóttir, Val og Helena Sverrisdóttir, Haukum.
Þær sem gáfu ekki kost á sér að þessu sinni voru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík, og Bríet Sif Hinriksdóttir, Njarðvík.