27 jan. 2023

Leik Þórs Ak. og Fjölnis sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað. Það varð óhapp með aðra körfuna í Höllinni á Akureyri, sem varð til þess að hún skemmdist. Viðgerðir eru hafnar, en tjónið varð nokkuð og það næst ekki að laga körfuna fyrir kvöldið. Leiknum hefur því verið frestað og verður fundinn nýr leiktími um leið og ljóst er hvenær karfan verður tilbúin.