17 jan. 2023
Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og 2B, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum. Aðeins er hægt að skrá sig á 1B eða 2B, en mælt er gegn því að taka bæði námskeiðin á sömu önn.
Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2.
KKÍ 1B og 2B | hefst 12. september
Fjarnámskeiðin KKÍ 1B og KKÍ 2B hefjast þann 30. janúar. Skráning er hafin og stendur til hádegis 27. janúar, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu KKÍ, annars vegar um KKÍ 1B og hins vegar um KKÍ 2B.
Námskeiðsgjald fyrir KKÍ 1B er kr. 26.000 ef skráð er í síðasta lagi 20. janúar, kr. 38.000 eftir það. Skráning lokar föstudaginn 27. janúar.
Námskeiðsgjald fyrir KKÍ 2B er kr. 38.000 ef skráð er í síðasta lagi 20. janúar, kr. 50.000 eftir það. Skráning lokar föstudaginn 27. janúar.
KKÍ 1A | 19.-21. maí
KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. Á sunnudegi þá þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ. Þetta verður kynnt nánar við upphaf námskeiðs.
KKÍ 2 | áætlað 1.-3. júní
KKÍ 2 námskeið verður haldið í byrjun júní. Önnur nálgun verður á námskeiðið en hefur verið hingað til, þannig að námskeiðið telst vera bæði 2A og 2C. Það virkar þannig að þjálfarar sem hafa lokið 2A taka þetta sem 2C námskeið og þeir þjálfarar sem hafa lokið 2C taka þetta sem 2A. Þeir þjálfarar sem hafa lokið 2A og 2C taka þetta sem endurmenntun og þeir sem eiga eftir 2A og 2C taka þetta sem 2A.
2A | 2C | Gildir sem |
Lokið | Ólokið | 2C |
Ólokið | Lokið | 2A |
Ólokið | Ólokið | 2A |
Lokið | Lokið | Endurmenntun |
KKÍ 3 | 7.-9. júlí (ekki staðfest)
Stefnt er að stóru KKÍ 3 námskeiði í byrjun júlí, en það námskeið verður auglýst betur þegar nær dregur.
KKÍ 1A og 1C | lok ágúst
KKÍ 1A og 1C námskeið verða haldin í lok ágúst og verða auglýst betur þegar nær dregur