13 jan. 2023
Vegna atviks sem kom upp í undanúrslitum hefur verið ákveðið að auka gæslu á úrslitaleikjum VÍS bikarsins laugardaginn 14. janúar. Mikil áhersla verður lögð á að tryggja enn frekar öryggi þátttakenda leiks og áhorfenda og minnka líkur á að skemmd epli geti eyðilagt upplifun fyrir öðrum. Eftirfarandi atriði ber því að athuga:
- Fleiri gæslumenn verða til staðar á leikstað.
- Ekki verður heimilt að koma með flöskur, dósir, ílát eða annað sem getur valdið skaða á leikstað.
- Allir drykkir sem seldir eru í sjoppu verða opnaðir áður en þeir eru afhentir, þannig að dósir verða opnaðar og tappar teknir af flöskum við sölu.
KKÍ vonast til að allt fari vel fram og að allir geti einbeitt sér að skemmtilegum úrslitaleikjum í Laugardalshöll á morgun.