15 des. 2022

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í Þremur agamálum  sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Agamál 43/2022-2023

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sölvi Kaldal Birgisson, leikmaður Stjörnunnar b, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hauka gegn Stjörnunni b, sem fram fór þann 6 desember 2022.

Agamál 44/2022-2023

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jalen David Dupree, leikmaður ÍA, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hamars og ÍA í mfl. 1. deild karla, sem leikinn var þann 8. desember 2022.

Agamál 46/2022-2023

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Elvar Ingi Hjartason, leikmaður Leiknis, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Leiknis Reykjavík gegn ÍR b, sem fram fór þann 11 desember 2022.