26 nóv. 2022
Þeir félagar Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA og FIBA dómarinn Davíð Tómas Tómasson, fengu verkefni nýlega saman í forkeppni Euro Cup keppni karla þegar þeir fóru í síðustu viku til Svíþjóðar þar sem Nörrköping Dolphins mættu CSO Voluntari frá Rúmeníu. Um var að ræða leik í riðlakeppni mótsins og um hörku leik var að ræða og stóðu þeir félagar sig vel að venju.
Hægt er að sjá leikinn á heimasíðu keppninnar hérna
Ísland á fjóra FIBA dómara um þessar mundir og tvo eftirlitsmenn, en þeir eru að fá verkefni bæði yfir veturinn í keppnum FIBA, bæði félagsliða og landsliða karla og kvenna, og svo yfir sumartíman þegar yngri liðin okkar keppa á evrópumótum víðs vegar um evrópu.
#korfubolti