24 nóv. 2022

Í kvöld leikur landslið kvenna gegn spænska landsliðinu og fer leikurinn fram í Huelva á Spáni. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma.

Þetta er þriðji leikurinn í undankeppninni en Ísland leikur svo á sunnudaginn gegn Rúmeníu heima í Laugardalshöllinni í seinni leik þessa landsliðsglugga. Miðasala á leikinn er á STUBB og hvetjum við alla til að fjölmenna og styðja stelpurnar okkar. Fyrir leikinn heima verður körfuboltahátíð „Stelpur í körfu“ milli kl. 15-16 í Laugardalshöll með leikjum, tónlist og ýmsu fjöri. Sjá nánar hér: kki.is/em2023

🇪🇸 SPÁNN 🆚 🇮🇸 ÍSLAND
🏆 Undankeppni EM2023
🏀 Landslið kvenna
🗓 Fim. 24. nóv
⏰ 19:30
📍 Huelva, Spáni
📺 Sýndur beint á youtube.com/fiba

Landslið kvenna í leiknum í kvöld: 
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (2)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (6)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (12)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (4)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (2)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (4)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (2)
Hildur Björg Kjartansdóttir · BC Namur-Capitale, Belgíu (36)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (8)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (26)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (Nýliði)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (25)

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.

📲 #korfubolti 🏆 #EuroBasketWomen