10 nóv. 2022
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.
Agamál 31/2022-2023
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Helgi Davíð Ingason, leikmaður Leiknis Reykjavík, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fylkir gegn Leiknir Reykjavík, sem fram fór þann 4 nóvember 2022.
Agamál 32/2022-2023
Með vísan til ákvæðis c-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Elvar Ingi Hjartarson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fylkis og Leiknis R., 2. deild meistaraflokks karla, sem fram fór þann 4. nóvember 2022.
Agamál 33/2022-2023
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Daníel Ágúst Halldórsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar og Breiðabliks, Ungmennaflokki karla, sem fram fór 5 nóvember 2022."
Agamál 34/2022-2023
Með vísan til ákvæðis h-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal Aþena/Leiknir/UMFK, hljóta áminningar vegna háttsemi stuðningsmanna sinna í leik Aþenu/Leiknis/UMFK og Ármanns, í 1. deild Meistaraflokks kvenna, sem fram fór þann 5. nóvember 2022. Með frekari vísan í h-lið 1. mgr. 13. gr. beinir nefndin því til félagsins að tryggja viðunandi gæslu á leikjum sínum.
Agamál 36/2022-2023
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærða, Elektra Mjöll Kubrzeniecka, leikmaður , sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Aþena/Leiknir/UMFK gegn Ármann, sem fram fór þann 6 nóvember 2022.