2 sep. 2022
Í gær hófst EM í körfubolta, EuroBasket 2022 sem fram fer í Georgíu, Tékklandi, Þýskalandi og á Ítalíu. Leikið er í riðlum í hverri borg og svo mun Berlín hýsa úrslitin. Keppninn átti að fara fram 2021 en var frestað vegna COVID og fer því fram um þessar mundir. Fjölmörg lið sem eru Íslandi góðu kunn taka þátt en þar eru allir mótherjar Íslands úr undankeppni HM 2023 sem nú stendur yfir, það er Holland, Ítalía, Spánn, Georgía og Úkraína.
RÚV sýnir fjölmarga leiki frá mótinu og hefst leikur Króatíu og Grikklands í dag kl. 14:50 á RÚV en með liði Grikklands leikur meðal annara frábærra leikmanna NBA-stjarnan og fyrrum MVP deildarinnar Giannis Antetokounmpo.
Ísland tók þátt í lokamóti EM 2015 og 2017 en með góðum árangri í fyrstu umferð HM keppninnar sem stendur yfir er ljóst að þegar íslenska liðið komst áfram í 2. umferð að þá vann Ísland sér stæti beint í riðlakeppnina fyrir EuroBasket 2025 og leikur í undankeppninni sem hefst næsta haust eftir HM lokmótið, óháð hvort Ísland kemst á sjálft lokamót HM. Með góðum árangri þar á liðið því möguleika á að fara á EM 2025.
Heimasíða keppninnar: EuroBasket 2022