25 ágú. 2022
Opnað hefur verið skráningu í deildarkeppni 2. deildar kvenna og 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2022-2023. Keppt hefur verið í 3. deild karla frá 2015, en 2. deild kvenna kemur núna ný inn í deildarkeppnina þar sem mikill vöxtur hefur verið í kvennaboltanum undanfarin ár.
Skráning í þessar deildir er opin til kl. 23:59 sunnudaginn 4. september 2022 og þarf því að gæta vel að því að allar skráningar berist fyrir þann tíma. Aðeins er tekið við rafrænum skráningum í gegnum FIBA Organizer, en tengiliðir aðildarfélaga KKÍ eru með auðkenni til að skrá sig inn.
Fyrirhugað er að keppni þessara deilda hefjist um miðjan október og keppt verður til enda apríl. Í deildunum er fastur leikjafjöldi, 12 leikir á lið, óháð fjölda skráðra liða.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa KKÍ á kki@kki.is.