24 ágú. 2022Um helgina fer fram þriðja og síðasta æfingahelgi sumarið 2022 fyrir U14 æfingahópa.
U14 æfingahópur í ár eru fyrir ungmenni fædd 2008. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga og því eingöngu boðaðir leikmenn sem fengu boð á sínum tíma sem mæta til leiks.
Yfirþjálfarar Afreksbúða 2022 er Karl Ágúst Hannibalsson hjá drengjum og Andrea Björt Ólafsdóttir hjá stúlkum en þau fá til sín reynda aðstoðarþjálfara á hverri helgi. Æft verður tvisvar hvorn dag að venju en um helgina fara æfingar fram í íþróttahúsinu á Álftanesi laugardag og sunnudag 27.-28. ágúst.
Allar nánari upplýsingar má sjá hérna: www.kki.is/u14
Leikmenn æfa á eftirfarandi tímum um helgina:
Stúlkur:
Stúlkur · æfingahelgi 3 · Íþróttahúsi Álftaness, Garðabæ
Laugardagur 27. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00
Sunnudagur 28. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00
Drengir
Drengir · æfingahelgi 3 · Íþróttahúsi Álftaness, Garðabæ
Laugardagur 27. ágúst · kl. 11:00-13:00 + 15:00-17:00
Sunnudagur 28. ágúst · kl. 11:00-13:00 + 15:00-17:00