16 ágú. 2022
Núna um helgina verður þjálfaranámskeið KKÍ 1A haldið á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið hefst á föstudagskvöldi og lýkur snemma á sunnudag. Skráning á námskeiðið er opin til kl. 23:45 á fimmtudag.
KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. Á sunnudegi þá þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ. Þetta verður kynnt nánar við upphaf námskeiðs.
Þátttökugjald fyrir KKÍ 1A er 26.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 12. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 38.000 kr.