28 júl. 2022U18 ára landslið drengja hélt af stað í gærmorgun dag til Ploiesti í Rúmeníu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en strákarnir leika í B-deild Evrópumótsins.
Ísland hefur leik í A-riðli og leika gegn Úkraínu, Eistlandi, Danmörku og Írlandi áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á morgun föstudag í öllum riðlum.
Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan:
Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u18b/2022
Landslið U18 drengja · EM 2022
Almar Orri Atlason · KR
Ágúst Goði Kjartansson · Unibasket, GER
Daníel Ágúst Halldórsson · Þór Þorlákshöfn
Elías Bjarki Pálsson · Njarðvík
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Karl Ísak Birgisson · Fjölnir
Karl Kristján Sigurðarson · Valur
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Orri Már Svavarsson · Tindastóll
Róbert Birmingham · Njarðvík
Sigurður Rúnar Sigurðsson · Stjarnan
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Þjálfari: Israel Martin
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Már Stefánsson og Friðrik Þjálfi Stefánsson
Sjúkraþjálfarar: Stefán Magni Árnason