16 jún. 2022

 

Í vikunni endurnýjuðu  KKÍ og Ölgerðin samstarf sitt með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár. Það voru þeir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Jóhannes Páll Sigurðarson vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni sem skrifuðu undir samninginn í Tómasarstofu í húsakynnum Ölgerðarinnar. Nýr samningur gildir út árið 2024

„Ölgerðin hefur unnið vel með okkur í KKÍ og körfuboltafjölskyldunni undanfarin ár og það er mjög ánægjulegt þegar aðilar endurnýja sitt samstarf og efla það enn frekar eins og við gerum núna sem er merki um að báðir aðilar eru ánægðir. Það eru einnig spennandi tímar framundan hjá Ölgerðinni sem er gaman að fá taka þátt í  með þeim.“ sagði Hannes formaður KKÍ  og Jóhannes Páll Ölgerðinni bætti við „Við erum gríðarlega ánægð að bæði endurnýja okkar góða samstarf við KKÍ og að gefa í. Það eru mikil sóknartækifæri í körfuknattleiksíþróttinni og samstarfi Kristals og KKÍ.“