8 jún. 2022Landslið karla mætir Hollandi föstudaginn 1. júlí · Ólafssalur, Ásvöllum Hfj. Miðasala er hafin á STUBB appinu (allar nánari upplýsingar og linkur á appið hér fyrir neðan). Takmarkað miðaframboð!

Fullorðnir: 2.500 kr.
15 ára og yngri: 1.000 kr.

Athugið að KKÍ-aðgöngukort gilda ekki á leikinn!

Allar nánari upplýsingar er að finna á: kki.is/landslid/karlar/hm-2023/

Um undankeppni HM 2023:
Þetta er lokaleikur Íslands í fyrri umferðinni í undankeppni HM 2023 fer fram 1. júlí kl. 20:00. Bæði lið eru komin áfram í næstu umferð en hér skiptir miklu máli að taka sem flesta sigra með sér áfram. Síðast lék íslenska liðið tvívegis við Ítalíu í febrúar, fyrst í Ólafssal fyrir troðfullu húsi þar sem sigur hafðist í tvíframlengdum leik eins og frægt er, og svo hafði Ítalía sigur ytra í Bologna í seinni leiknum.

Nýlega var Rússlandi meinuð frekari þátttaka í mótum FIBA og því fara öll þrjú liðin áfram eins og áður segir í aðra umferð. Þar sameinast tveir og tveir riðlar í sex liða riðla og mun riðill okkar sameinast við G-riðil en þar eru Spánn, Úkraína, Georgía og Norður-Makedónía liðin sem þar eru. Þá verður leikið gegn þessum nýju liðum heima og að heiman í þrem gluggum í ágúst og nóvember 2022 og febrúar 2023. Þrjú efstu liðin í þessum sameinaða riðli fara á lokamót HM sem fram fer sumarið 2023 í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.


#korfubolti