13 maí 2022

ÍR b urðu í gær meistarar 3. deildar drengjaflokks með sigri á Stjörnunni C í úrslitaleik í Dalhúsum. ÍR náði forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi og höfðu nokkuð öruggan 88-72 sigur. Þjálfari strákanna er Ísak Máni Wíum.

Lúkas Aron Stefánsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 24 stigum, 15 fráköstum og 3 stolnum boltum!

Til hamingju ÍR!