12 maí 2022

Haukar urðu í gær meistarar 2. deildar 10. flokks stúlkna með sigri á Grindavík í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi, en að lokum fór svo að Haukar unnu 8 stiga sigur, 46-54. Þjálfari stelpnanna er Berry Timmermans.

Halldóra Óskarsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði risatvennu með 20 stigum og 19 fráköstum, auk þriggja varinna skota!

Til hamingju Haukar!