10 maí 2022
KKÍ stendur fyrir tveimur þjálfaranámskeiðum í maí, KKÍ 1A og KKÍ 2A. Skráning er hafin á bæði námskeiðin, en þátttakendur fá afslátt af námskeiðsgjaldi ef gengið er frá skráningu og námskeiðsgjald greitt rúmri viku fyrir námskeið.
KKÍ þjálfari 1A - 20.-22. maí - skráning á námskeið
Námskeiðið er 15 kennslustundir eða 10 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1A gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1A eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.
Námskeiðið kostar 35.000 kr., en ef gengið er frá skráningu og námskeiðsgjald greitt í síðasta lagi föstudaginn 13. maí þá er gefinn 10 þúsund króna afsláttur.
Frekari upplýsingar um þjálfarastig 1.
KKÍ þjálfari 2A - 27.-29. maí - skráning á námskeið
KKÍ þjálfari 2A er helgarnámskeið sem er meðal annars kennt af þjálfara frá FIBA. Námskeiðið verður einnig hægt að nýta sem endurmenntunarnámskeið fyrir þá þjálfara sem hafa lokið KKÍ þjálfara 3. Námskeið er einnig opið fyrir þá þjálfara sem eru ekki að sækja sér stig hjá KKÍ. Allir þeir sem sækja námskeiðið og ætla sér að sækja stig 2A þurfa að standast próf í lok námskeiðs. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar.
Námskeiðið kostar 45.000 kr., en ef gengið er frá skráningu og námskeiðsgjald greitt í síðasta lagi föstudaginn 20. maí þá er gefinn 10 þúsund króna afsláttur.