22 apr. 2022KKÍ auglýsir fyrir áhugasama FIBA-vottunarnámskeið eða FIBA TABLE OFFICIALS CERTIFICATE námskeið sem fram fer á netinu.
Námskeiðið er eingöngu hugsað fyrir þá sem vilja starfa á opinberum landsleikjum KKÍ, þar sem það er skylda að hafa náð prófinu og vera með FIBA-vottunina, og svo nýtist það einnig fyrir aðra stærri viðburði eins og úrslitaleiki í bikarkeppni og slíkt sem KKÍ heldur og raðar starfsmönnum á ritaraborð.
Um er að ræða námskeið sem er eingöngu í fjarnámi og inniheldur enga fjarfundi heldur aðeins námsgögn eins og video og glærur sem þátttakendur fara yfir á sínum hraða þegar þeim hentar og ljúka svo á því að taka próf úr efninu. Námskeiðshlutinn stendur yfir milli 16. maí og 6. júní.
Hæfniskröfur eru að skilja vel ensku og hafa talsverða reynslu á hæsta stigi / efstu deildum á Íslandi af ritararborðsstörfum.
Sækja þarf um fyrir 3. maí fyrir þá sem vilja skrá sig (Fullt nafn, fæðingardag og ár og email) með því að senda tölvupóst á kki@kki.is.