17 mar. 2022

Í gær fóru fram í Smáranum í Kópavogi undanúrslitaleikir karla í VÍS BIKARNUM 2022 og var um að ræða frábæra leiki og fjöruga.

Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur. Framlengja þurfti leikinn sem var jafn og æsispennandi en þar hafði Stjarnan sigur í framlengingu 95:93
Seinni leikur kvöldsins var síðan leikur Þórs Þ. og Vals. Eftir jafnan leiki var það Þór Þ. sem fór með sigur af hólmi, 90:85

Það verða því Stjarnan og Þór Þ. sem eigast við í úrslitaleiknum í ár. 

Sagan:
Stjarnan lék í úrslitaleiknum í fyrra og hlaut silfur eftir úrslitaleik gegn Njarðvík. Í sögunni hefur Stjarnan farið í sex úrslitaleiki og er því á leið í sinn sjöunda úrslitaleik en jafnframt sinn fjórða í röð. Vinningshlutfallið þeirra er 5-1.

Þór Þ. er á leið í sinn þriðja leik en þeir eru 0-2 hingað til. Þeir léku tvö ár í röð í úrslitunum og í bæði skiptin gegn KR, árin 2016 og 2017.

Allt um sögu, tölfræði og fleir skemmtilegt er að finna hér á kki.is undir SAGA BIKARÚRSLITA KKÍ