17 mar. 2022
Í kvöld fór fram í Smáranum í Kópavogi undanúrslitaleikir kvenna í VÍS BIKARNUM 2022 og var mikið fjör eins og við var að búast.
Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Snæfells og heimastúlkna í Breiðablik. Breiðablik hafði undirtökin alla leikinn og fór með sigur af hólmi 55:89 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur.
Seinni leikur kvöldsins var síðan leikur Njarðvíkur og Hauka. Leikar stóðu 34:45 í hálfleik en sami munur var á liðunum eftir þrjá leikhluta og Haukar stungu af í þeim fjórða, lokatölur 55:83.
Það verða því Breiðablik og Haukar sem eigast við í úrslitaleiknum í ár og hefst hann kl. 19:45 á laugardaginn í Smáranum.
Sagan:
Breiðablik hefur aldrei áður leikið til úrslita og eru á leið í sinn fyrsta Bikarúrslitaleik og skrifa nýjan kafla í sögu deildarinnar.
Haukar eru núverandi VÍS Bikarmeistarar eftir sigur í fyrra á liði Fjölnis, en þá var einnig leikið í Smáranum. Í sögunni hafa Haukastúlkur leikið 10 sinnum til úrslita og eru með 7-3 sigurhlutfall. Þetta verður því 11. bikarúrslitaleikur Hauka.
Allt um sögu, tölfræði og fleir skemmtilegt er að finna hér á kki.is undir SAGA BIKARÚRSLITA KKÍ