24 feb. 2022

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli og tveimur kærumálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Agamál 52/2021-2022

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Isaiah Manderson, leikmaður KR, sæta eins leiks banns vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og KR í Subwaydeild mfl. kk, sem fram fór þann 17. febrúar 2022.

Kæra 3/2021-2022

Kröfu kæranda, körfuknattleiksdeildar Hattar, um að kærði verði látinn sæta refsingu vegna háttsemi sinnar í leik Hattar og Hauka, sem fram fór 29. janúar 2022 í íþróttahúsinu Egilsstöðum í 1. deild karla, er vísað frá.

Úrskurð má lesa í heild sinni hér.

Kæra 4/2021-2022

Kröfu kæranda, körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um að leikur Hauka og Keflavíkur, sem fram fór 30. janúar 2022 í Schenkerhöllinni Ásvöllum í Subwaydeild kvenna, verði ógildur og kæranda dæmdur sigur, er hafnað.

Úrskurð má lesa í heild sinni hér.