21 feb. 2022Framundan í febrúar eru tveir leikir í landsliðsglugga hjá landsliði karla í körfu sem hefst á morgun mánudag og lýkur eftir viku þann 28. febrúar.
Ísland á tvo leiki gegn Ítalíu að þessu sinni í H-riðlinum í undankeppni HM 2023. Miðasala er hafin og fer hún fram á STUBB appinu eingöngu.
Leikið verður í Ólafssal að Ásvöllum 24. febrúar kl. 20:00 og svo heldur liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni þar í borg.
Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV2.
Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans völdu 24 manna hóp fyrir nokkru sem var skráður leikmannahópur Íslands hjá FIBA og er löglegur til að leika í þessum glugga og nú hafa verið valdir og boðaðir til æfinga 15 leikmenn:
Nafn · Félag (landsleikir)
Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (58)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (68)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskalandi (15)
Kári Jónsson · Valur (24)
Kristinn Pálsson · Grindavík (25)
Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spáni (71)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (47)
Pavel Ermolinskij · Valur (74)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (57)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (12)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Tindastóll (58)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (49)
Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers Zvolle, Hollandi (16)
Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni (66)
Kristófer Acox var einnig boðaður til æfinga með hópnum en gaf ekki kost á sér að þessu sinni.
Aðrir leikmenn sem voru valdir og eru skráðir leikmenn til vara eru: Dagur Kár Jónsson, Stjarnan, Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn, Collin Pryor, ÍR, Gunnar Ólafsson, Stjarnan, Hjálmar Stefánsson, Valur, Hilmar Pétursson, Breiðablik, Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn.