21 jan. 2022

Nokkrum leiktímum 1. deilda hefur verið breytt vegna veðurs og viðvarana um ferðalög sem því fylgir.

Leik Fjölnis og Hattar í kvöld hefur verið seinkað til kl. 19:15, en ekki hefur verið flogið til eða frá Egilsstöðum enn sem komið er í dag.

Í 1. deild kvenna hefur leikjunum Vestri-Hamar/Þór og Þór Ak.-Aþena/UMFK verið færðir af laugardegi yfir á sunnudag og sömuleiðis er unnið að breyttum leiktíma á leik Stjörnunnar og Snæfells.