4 jan. 2022

Leik Fjölnis og Breiðabliks í Subway deild kvenna hefur verið frestað, en hann var á dagskrá annað kvöld. Þetta er tilkomið vegna sóttkvíar og einangrunar leikmanna Breiðabliks. Leiknum hefur ekki enn verið fundinn nýr leiktími, en vonir standa til að leikurinn geti farið fram næstu helgi.