3 jan. 2022

Fresta hefur þurft þremur leikjum í Subway deildunum í þessari viku, einum í Subway deild kvenna og tveimur í Subway deild karla.

Mótanefnd KKÍ hefur frestað einum leik í Subway deild kvenna sem var á dagskrá næsta miðvikudag, Haukar-Njarðvík. Þetta er til komið vegna COVID smita í leikmannahópum Njarðvíkur.

Mótanefnd KKÍ hefur einnig frestað tveimur leikjum í Subway deild karla sem voru á dagskrá næsta fimmtudag. Annars vegar er þetta leikur Vals og Tindastóls og hins vegar leikur ÍR og Stjörnunnar. Þetta er til komið vegna COVID smita í leikmannahópum Tindastóls og ÍR.
 
Leikjunum hefur ekki enn verið fundinn nýr leiktími.