31 des. 2021

Tveimur leikjum hefur verið frestað í 1. deild kvenna sem voru á dagskrá þann 2. janúar 2022.

Frestunin kemur til þar sem Vegagerðin hefur varað við ferðalögum þann 1. janúar og fram yfir hádegi þann 2. janúar. Þetta eru leikir Vestra og Aþenu/UMFK annars vegar, og leikur Þórs Ak. og Ármanns hins vegar. Leikjunum verður fundinn nýr leiktími eins fljótt og auðið er.